Erlent

Dauðafley á Miðjarðarhafi

Bátar flóttamanna frá Afríku eru tíðast hin mestu skrifli.
Bátar flóttamanna frá Afríku eru tíðast hin mestu skrifli.
Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn. Spænskur fiskibátur fann opinn bát flóttafólksins á reki tuttugu og einum degi eftir að hann lagði upp frá Vesturströnd Afríku.

Aðeins skipstjórinn var á lífi og var hann að dauða kominn. Í viðtali við spænska blaðið El Pais sagði skipstjórinn að á fjórða degi siglingarinnar hafi eldsneytið verið á þrotum í fyrsta geyminum. Þegar átti að bæta í af varabirgðunum kom í ljós að það hafði verið leikið á flóttafólkið. Í varageymunum var ekkert nema vatn.

Skipstjórinn segir að mikil skelfing hafi gripið um sig. Báturinn hafi þá verið 157 kílómetra frá Kanaríeyjum, samkvæmt GPS leiðsögukerfisins. Eldsneytislausan bátinn rak svo 2000 kílómetra suðurfyrir Kanaríeyjar og 1000 kílómetra frá brottfararstað í Máritaníu.

Þegar maturinn var að klárast byrjuðu farþegarnir að berjast innbyrðis. Að minnsta kosti tíu þeirra frömdu sjálfsmorð með því að stökkva í sjóinn. Aðrir notuðu tækifærið þegar meðfarþegar þeirra sváfu til þess að fleygja þeim í sjóinn. Svo segir skipstjórinn að farþegarnir hafi sofnað einn af öðrum og ekki va

knað aftur. Þegar báturinn fannst voru ennþá sjö látnir farþegar um borð. Skipstjórinn segist ekki hafa haf þrótt til að kasta þeim í sjóinn.

Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Dakar. Lögreglan í Senegal ætlar að rannsaka málið til að komast að því hvort hann beri á einhvern hátt ábyrgð á dauða fólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×