Ólafur: Lofa að liðið tapar leik undir minni stjórn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2007 15:26 Ólafur Jóhannesson í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Hann sat fyrir svörum í höfuðstöðvum KSÍ. „Ég er fyrst og fremst þakklátur þessum mönnum að sýna mér þann heiður að bjóða mér starfið. Mér líst ljómandi vel á það," sagði Ólafur og benti á þá Geir Þorsteinsson, formann og Þóri Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ. „Ég gat ekki skorast undan beiðni þeirra að taka að mér starfið." Þurfum að verjast vel Hann var fyrst spurður hvort einhverra breytinga væri að vænta á liðinu undir hans stjórn. „Það er of snemmt að tala um það en eflaust fylgja breytingar nýjum mönnum. Ég mun þó halda áfram á sömu braut og ég hef verið á í mínu starfi sem þjálfari hingað til. En auðvitað er eitthvað sem er ólíkt með því að þjálfa landslið og félagslið." Íslenska landsliðið hefur verið í lægð undanfarin ár og Ólafur telur að það geti gert betur. Og hann vonar að það verði breyting á spilamennsku liðsins undir hans stjórn. „Það er algjört skilyrði að íslenska landsliðið verjist vel. Svo er það spurningin hvað við gerum þegar við erum með boltann. Við þurfum að finna lausn á því." Hann mun velja sitt sterkasta lið þegar Ísland mætir Danmörku ytra í næsta mánuði. „Ég hef fulla trú á því að við munum nálgast leikinn af fullri alvöru. Það eiga líka allir jafnan möguleika á því að komast í landsliðið. Í mínum huga skiptir það ekki máli með hvaða liði menn spila, heldur að þeir geti eitthvað í fótbolta." Eigum alltaf möguleika Eins og allir íþróttamenn vill Ólafur aldrei tapa kappleik. Hann segir að menn verði þó að líta á málin raunsæum augum. „Ég get lofað því að íslenska liðið á eftir að tapa leik undir minni stjórn. Það er pottþétt. Í dag er íslenskur fótbolti ekkert sérstaklega hátt skrifaður. En auðvitað felast alltaf möguleikar í okkar liði og við eigum möguleika í hverjum einasta leik." Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um agavandamál í íslenska liðinu. Vísir greindi einnig frá því að Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsþjálfari, hafi beðið Eið Smára Guðjohnsen að afsala sér stöðu fyrirliða. Ólafur var spurður hvort hann muni hafa Eið Smára áfram fyrirliða landsliðsins. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það," sagði hann, stutt og skorinort. En þarf að taka til í íslenska landsliðinu? „Ég get ekkert sagt til um það núna enda þekki ég þau mál ekki nógu vel. Ég mun beita mínum aðferðum í þessu starfi og það sem hefur gengið á undan mér kemur mér ekki við. Ég átti að vísu gott samtal við Eyjólf og mun aftur spjalla við hann. Hann gæti upplýst um einhver atriði við mig. En það er alveg ljóst að allir íþróttamenn lúta aga og þannig verður það áfram. Hvernig sá agi er verður bara að koma í ljós." Ekki gamall draumur Ólafur þjálfaði FH undanfarin þrjú ár og skilaði í Kaplakrika þremur Íslandsmeistaratitlum og nú síðast bikarmeistaratitli. Eftir tímabilið ákvað hann að hætta. „Það var ekki til í dæminu þegar ég hætti hjá FH að ég tæki við þessu starfi. Ég átti góðan tíma hjá FH en vildi hætta. Þegar það gerðist fóru allir hnútar úr maganum og mér leið mjög vel. En þeir eru allir að koma aftur nú þannig að þetta er allt að verða eðlilegt aftur." Stór hluti af starfi landsliðsþjálfara er að fylgjast með leikmönnum, bæði hér heima og erlendis. „Ég mun fylgjast með eins mörgum og ég get. En ætli ég horfi nú ekki á leiki öðrum augum. Verð kannski aðeins afslappaðri og ekki að velta fyrir mér hver staðan er." Nýta alla leikdaga Ólafur segir að bæði hann og KSÍ muni leggja ríka áherslu að nýta hvern einasta leikdag og reyna þá að skipuleggja sem flesta æfingaleiki. „Það er ekki hægt að kalla saman hópinn án þess að spila og verður því að reyna að nýta alla leikdaga. Það munum við gera." Hann segir að með þessu sé þó ekki gamall draumur að rætast. „Ég hef aldrei leitt hugann að því hvort ég vildi taka að mér þetta starf. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og alltaf einbeitt mér að því verkefni sem ég hef verið að sinna hverju sinni." Ólíkt því sem gerist með félagslið hafa allir landsmenn skoðun á landsliðinu í fótbolta. Ólafur er vel meðvitaður um þá staðreynd. „Það er í raun eina breytingin fyrir mig. Síðustu þrír landsliðsþjálfara hafa allir verið afhausaðir af frétta- og sjónvarpsmönnum. Þegar ég bar þetta undir konuna mína spurði hún hvort ég ætlaði að koma mér í þá stöðu að ég þyrði ekki að fara úr húsi eftir tvö ár. Ég vona að það komi þó ekki til þess. En þó það séu svo mikill fjöldi manns sem hafi skoðun á liðinu þá er það ég sem ræð. Það er alveg klárt." Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Hann sat fyrir svörum í höfuðstöðvum KSÍ. „Ég er fyrst og fremst þakklátur þessum mönnum að sýna mér þann heiður að bjóða mér starfið. Mér líst ljómandi vel á það," sagði Ólafur og benti á þá Geir Þorsteinsson, formann og Þóri Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ. „Ég gat ekki skorast undan beiðni þeirra að taka að mér starfið." Þurfum að verjast vel Hann var fyrst spurður hvort einhverra breytinga væri að vænta á liðinu undir hans stjórn. „Það er of snemmt að tala um það en eflaust fylgja breytingar nýjum mönnum. Ég mun þó halda áfram á sömu braut og ég hef verið á í mínu starfi sem þjálfari hingað til. En auðvitað er eitthvað sem er ólíkt með því að þjálfa landslið og félagslið." Íslenska landsliðið hefur verið í lægð undanfarin ár og Ólafur telur að það geti gert betur. Og hann vonar að það verði breyting á spilamennsku liðsins undir hans stjórn. „Það er algjört skilyrði að íslenska landsliðið verjist vel. Svo er það spurningin hvað við gerum þegar við erum með boltann. Við þurfum að finna lausn á því." Hann mun velja sitt sterkasta lið þegar Ísland mætir Danmörku ytra í næsta mánuði. „Ég hef fulla trú á því að við munum nálgast leikinn af fullri alvöru. Það eiga líka allir jafnan möguleika á því að komast í landsliðið. Í mínum huga skiptir það ekki máli með hvaða liði menn spila, heldur að þeir geti eitthvað í fótbolta." Eigum alltaf möguleika Eins og allir íþróttamenn vill Ólafur aldrei tapa kappleik. Hann segir að menn verði þó að líta á málin raunsæum augum. „Ég get lofað því að íslenska liðið á eftir að tapa leik undir minni stjórn. Það er pottþétt. Í dag er íslenskur fótbolti ekkert sérstaklega hátt skrifaður. En auðvitað felast alltaf möguleikar í okkar liði og við eigum möguleika í hverjum einasta leik." Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um agavandamál í íslenska liðinu. Vísir greindi einnig frá því að Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsþjálfari, hafi beðið Eið Smára Guðjohnsen að afsala sér stöðu fyrirliða. Ólafur var spurður hvort hann muni hafa Eið Smára áfram fyrirliða landsliðsins. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það," sagði hann, stutt og skorinort. En þarf að taka til í íslenska landsliðinu? „Ég get ekkert sagt til um það núna enda þekki ég þau mál ekki nógu vel. Ég mun beita mínum aðferðum í þessu starfi og það sem hefur gengið á undan mér kemur mér ekki við. Ég átti að vísu gott samtal við Eyjólf og mun aftur spjalla við hann. Hann gæti upplýst um einhver atriði við mig. En það er alveg ljóst að allir íþróttamenn lúta aga og þannig verður það áfram. Hvernig sá agi er verður bara að koma í ljós." Ekki gamall draumur Ólafur þjálfaði FH undanfarin þrjú ár og skilaði í Kaplakrika þremur Íslandsmeistaratitlum og nú síðast bikarmeistaratitli. Eftir tímabilið ákvað hann að hætta. „Það var ekki til í dæminu þegar ég hætti hjá FH að ég tæki við þessu starfi. Ég átti góðan tíma hjá FH en vildi hætta. Þegar það gerðist fóru allir hnútar úr maganum og mér leið mjög vel. En þeir eru allir að koma aftur nú þannig að þetta er allt að verða eðlilegt aftur." Stór hluti af starfi landsliðsþjálfara er að fylgjast með leikmönnum, bæði hér heima og erlendis. „Ég mun fylgjast með eins mörgum og ég get. En ætli ég horfi nú ekki á leiki öðrum augum. Verð kannski aðeins afslappaðri og ekki að velta fyrir mér hver staðan er." Nýta alla leikdaga Ólafur segir að bæði hann og KSÍ muni leggja ríka áherslu að nýta hvern einasta leikdag og reyna þá að skipuleggja sem flesta æfingaleiki. „Það er ekki hægt að kalla saman hópinn án þess að spila og verður því að reyna að nýta alla leikdaga. Það munum við gera." Hann segir að með þessu sé þó ekki gamall draumur að rætast. „Ég hef aldrei leitt hugann að því hvort ég vildi taka að mér þetta starf. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og alltaf einbeitt mér að því verkefni sem ég hef verið að sinna hverju sinni." Ólíkt því sem gerist með félagslið hafa allir landsmenn skoðun á landsliðinu í fótbolta. Ólafur er vel meðvitaður um þá staðreynd. „Það er í raun eina breytingin fyrir mig. Síðustu þrír landsliðsþjálfara hafa allir verið afhausaðir af frétta- og sjónvarpsmönnum. Þegar ég bar þetta undir konuna mína spurði hún hvort ég ætlaði að koma mér í þá stöðu að ég þyrði ekki að fara úr húsi eftir tvö ár. Ég vona að það komi þó ekki til þess. En þó það séu svo mikill fjöldi manns sem hafi skoðun á liðinu þá er það ég sem ræð. Það er alveg klárt."
Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira