Sátt um evruna Björgvin Guðmundsson skrifar 29. október 2007 07:30 Útvegsmenn segjast hafa tapað milljörðum á háu gengi krónunnar. Kaupþingsfólk ætlar að færa bókhald sitt og skrá hlutabréf í evrum. Starfsfólk Marel mun eiga kost á því fljótlega að fá hluta af launum greidd í evrum. Allar þessar fréttir vekja upp spurningar um stöðu íslensku krónunnar. Gagnrýni á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands hefur oft og tíðum verið ómakleg undanfarin misseri. Samkvæmt lögum frá árinu 2001 ber bankanum að stuðla að því meginmarkmiði að halda verðlagi stöðugu. Það þýðir að bankinn verður að bregðast við þegar verðbólga mælist meiri eða minni en 2,5 prósent yfir tólf mánuði. Til þess hefur hann fullt svigrúm til að beita stýrivöxtum samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Stefna Seðlabankans er auðvitað ekki hafin yfir alla gagnrýni. En þeir sem hæst láta verða líka að athuga hvað hefði gerst ef Seðlabankinn hefði ekki brugðist við og beitt stjórntækjum sínum af fullum þunga. Ljóst er að ójafnvægi í hagkerfinu hefði orðið mun meira. Þenslan hefði orðið kröftugri og verðbólgan meiri. Fyrir vikið hefði bakslagið eftir þensluna orðið víðtækara en við sjáum fram á nú. Íslendingar væru ekki að horfa á neina mjúka lendingu hagkerfisins. Hægt væri að segja að brotlending blasti við ef Seðlabankinn hefði ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Að þessu verða útvegsmenn og forystumenn Samtaka atvinnulífsins að huga þegar þeir setja fram gagnrýni sína. Þetta snýst ekki um þrönga hagsmuni þeirra heldur hagsmuni alls almennings í landinu. Gagnrýni þessara aðila á miklu frekar að beinast að umfangsmiklum opinberum framkvæmdum undanfarin ár, auknum ríkisútgjöldum og ríkisreknum Íbúðalánasjóði. Ákvarðanir opinberra aðila hafa átt stóran þátt í því að auka eftirspurn í hagkerfinu og ýtt undir þensluna. Eðlilega hefur Seðlabankinn þurft að bregðast við því. Forystumenn útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins velta fyrir sér í þessu árferði hvaða áhrif upptaka evrunnar myndi hafa. Réttilega vita þeir að sú umræða er aðskilin frá þeim vanda sem nú er glímt við í efnahagslífinu. Ástandið hefði hins vegar verið mun verra ef ekki hefði verið rekin hér sjálfstæð peningamálastefna. Það breytir því ekki að evran mun skipta fólk og fyrirtæki meira máli í framtíðinni. Sú þróun er eðlileg og verður að vera í sátt við stjórnendur Seðlabanka Íslands og önnur stjórnvöld. Auk Kaupþings ætlar Straumur-Burðarás að skrá hlutabréf sín í evrum. Seðlabankinn vinnur nú að því að gera þetta mögulegt ásamt Verðbréfaskráningu Íslands. Mikilvægt er að krónan hamli ekki vexti íslenskra fyrirtækja sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum. Að sama skapi er það jákvætt skref ef starfsmenn íslenskra fyrirtækja geta fengið hluta af launum greidd í evrum eins og unnið er að innan Marels og fleiri fyrirtækja. Það getur komið sér vel til að greiða niður erlendar skuldir heimilanna sem hafa stóraukist undanfarin ár. Þessari þróun verður ekki snúið við. Við eigum að nýta kosti þess að reka hér sjálfstæða peningamálastefnu með þeim takmörkunum sem því fylgir. Um leið eigum við að auðvelda fólki og fyrirtækjum að nota þá gjaldmiðla sem henta. Krónan og evran ættu að geta lifað ágætis lífi hlið við hlið á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun
Útvegsmenn segjast hafa tapað milljörðum á háu gengi krónunnar. Kaupþingsfólk ætlar að færa bókhald sitt og skrá hlutabréf í evrum. Starfsfólk Marel mun eiga kost á því fljótlega að fá hluta af launum greidd í evrum. Allar þessar fréttir vekja upp spurningar um stöðu íslensku krónunnar. Gagnrýni á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands hefur oft og tíðum verið ómakleg undanfarin misseri. Samkvæmt lögum frá árinu 2001 ber bankanum að stuðla að því meginmarkmiði að halda verðlagi stöðugu. Það þýðir að bankinn verður að bregðast við þegar verðbólga mælist meiri eða minni en 2,5 prósent yfir tólf mánuði. Til þess hefur hann fullt svigrúm til að beita stýrivöxtum samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Stefna Seðlabankans er auðvitað ekki hafin yfir alla gagnrýni. En þeir sem hæst láta verða líka að athuga hvað hefði gerst ef Seðlabankinn hefði ekki brugðist við og beitt stjórntækjum sínum af fullum þunga. Ljóst er að ójafnvægi í hagkerfinu hefði orðið mun meira. Þenslan hefði orðið kröftugri og verðbólgan meiri. Fyrir vikið hefði bakslagið eftir þensluna orðið víðtækara en við sjáum fram á nú. Íslendingar væru ekki að horfa á neina mjúka lendingu hagkerfisins. Hægt væri að segja að brotlending blasti við ef Seðlabankinn hefði ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Að þessu verða útvegsmenn og forystumenn Samtaka atvinnulífsins að huga þegar þeir setja fram gagnrýni sína. Þetta snýst ekki um þrönga hagsmuni þeirra heldur hagsmuni alls almennings í landinu. Gagnrýni þessara aðila á miklu frekar að beinast að umfangsmiklum opinberum framkvæmdum undanfarin ár, auknum ríkisútgjöldum og ríkisreknum Íbúðalánasjóði. Ákvarðanir opinberra aðila hafa átt stóran þátt í því að auka eftirspurn í hagkerfinu og ýtt undir þensluna. Eðlilega hefur Seðlabankinn þurft að bregðast við því. Forystumenn útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins velta fyrir sér í þessu árferði hvaða áhrif upptaka evrunnar myndi hafa. Réttilega vita þeir að sú umræða er aðskilin frá þeim vanda sem nú er glímt við í efnahagslífinu. Ástandið hefði hins vegar verið mun verra ef ekki hefði verið rekin hér sjálfstæð peningamálastefna. Það breytir því ekki að evran mun skipta fólk og fyrirtæki meira máli í framtíðinni. Sú þróun er eðlileg og verður að vera í sátt við stjórnendur Seðlabanka Íslands og önnur stjórnvöld. Auk Kaupþings ætlar Straumur-Burðarás að skrá hlutabréf sín í evrum. Seðlabankinn vinnur nú að því að gera þetta mögulegt ásamt Verðbréfaskráningu Íslands. Mikilvægt er að krónan hamli ekki vexti íslenskra fyrirtækja sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum. Að sama skapi er það jákvætt skref ef starfsmenn íslenskra fyrirtækja geta fengið hluta af launum greidd í evrum eins og unnið er að innan Marels og fleiri fyrirtækja. Það getur komið sér vel til að greiða niður erlendar skuldir heimilanna sem hafa stóraukist undanfarin ár. Þessari þróun verður ekki snúið við. Við eigum að nýta kosti þess að reka hér sjálfstæða peningamálastefnu með þeim takmörkunum sem því fylgir. Um leið eigum við að auðvelda fólki og fyrirtækjum að nota þá gjaldmiðla sem henta. Krónan og evran ættu að geta lifað ágætis lífi hlið við hlið á Íslandi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun