Erlent

Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels

Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn. F-35 þoturnar sjást ekki á ratsjám og verða búnar fullkomnustu vopnakerfum sem um getur.

Upphaflega var ætlunin að Ísrael fengi þoturnar 2015 en nú hefur verið ákveðið að það fái þær 2012, eða um leið og bandaríski flugherinn. Ísraelskt dagblað segir frá þessu og segir jafnframt að þessar þotur séu svo fullkomnar að þær geti flogið inn í miðborg Teherans án þess að íranar tækju eftir því...þangað til sprengjurnar byrjuðu að springa.

Ísraelar hafa gefið í skyn að þeir kunni að gera einhliða loftárásir á Íran til þess að hindra landið í að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Árið 1981 gerðu þeir árás á Osirak kjarnorkuverið í Írak til þess að koma í veg fyrir að Saddam Hussein gæti smíðað kjarnorkusprengjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×