Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. október 2007 10:39 MYND/Getty Images Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun. Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun.
Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira