Erlent

Kona í fyrsta sinn formaður UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Björn B. Jónsson.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Björn B. Jónsson.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem lauk á Þingvöllum í dag. Fráfarandi formaður, Björn B. Jónsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þetta er í fyrsta skipti í 100 ára sögu UMFÍ sem kona er formaður hreyfingarinnar.

,,Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti, gleði, ánægja og væntingar. Það er bjart fram undan í hreyfingunni og mikill hugur. Þetta þing var mjög starfsamt og góður andi ríkti á því.

Það er mikið í gangi í hreyfingunni á næstunni og má í því sambandi nefna Play the Game ráðstefnuna sem við höldum í samstarfi við Samtök íþróttfréttamanna og er liður í 100 ára afmæli UMFÍ.

Svo að fylgja eftir öllum þeim góðu tillögum sem samþykktar voru áSambandsþinginu um helgina. Bygging nýrra aðlastöðva stendur fyrir dyrum þannig að það er í nógu að snúast," sagði Guðrún Helga Guðjónsdóttir nýkjörin formaður UMFÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×