Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Óli Tynes skrifar 21. október 2007 15:26 Stevens lávarður. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu. Erlent Madeleine McCann Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira