Erlent

Pavarotti skuldaði á annan milljarð þegar hann lést

Luciano Pavarotti.
Luciano Pavarotti.

Óperusöngvarinn ástsæli Luciano Pavarotti var stórskuldugur þegar hann lést. Ítalska blaðið La Republica segir að bankareikningur hans hafi verið yfirdreginn um ellefu milljónir evra. Að auki hafi hann skilið eftir sig ógreitt lán upp á sjö milljónir evra. Það það er vel yfir einn og hálfan milljarð króna.

Giorgio Bernini sem er lögfræðingur síðari konu Pavarottis segir að það sé ekkert leyndarmál að meistarinn hafi verið skuldugur. Síðustu ár ævinnar hélt hann fáa tónleika vegna veikinda sinna. Hann þurfti einnig að ganga í gegnum lanvarandi og dýra sjúkrahúsvist.

Þegar Pavarotti lést 6. september síðasliðinn héldu ítalskir fjölmiðlar að nú hæfist mikill slagur um eignir hans sem þeir töldu skipta milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×