Ólafur Þórðarson mun ekki taka við þjálfun 1. deildarlið Leiknis eins og Vísir var búið að greina frá.
Heimildir Vísis hermdu að Ólafur væri langt kominn í viðræðum við Leikni og aðeins væri formsatriði að ganga frá ráðningu hans.
Greinilegt er að snuðra hefur hlaupið á þráðinn í kjölfarið.
Ólafur segir í samtali við fótbolti.net að hann útiloki ekki að taka að sér þjálfun annars liðs á næstunni.