Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. október 2007 15:38 MYND/AFP Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings." Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Nú hefur franskur verkfræðingur og uppfinningamaður sagt að hann hafi leyst hluta gátunnar. Pascal Cotte tilkynni í gær að hann hefði fundið sönnun þess að þegar Leonardo da Vinci málaði myndina hafi hann málað bæði augnhár og augabrúnir. Cotte rannsakaði þetta frægasta málverk heims með háskerpumyndavél sem hann hannaði sjálfur. Tækið skannaði inn 240 milljón pixla mynd með 13 ljósaskölum, meðal annars með útfjólubláum og innrauðum geislum. Útkoman varð ljósmynd með sérstaklega hárri upplausn upp á 150 þúsund punkta á hverja tommu (2,54cm). Þannig varð stækkunin á andliti Monu Lisu 24-föld. Sönnun Cotte´s fyrir að augabrúnir voru á myndinni - eitt hár var málað ofan við vinstri augabrún. Ef Mona Lisa hafði einhvern tíman augabrúnir og augnhár, hvert fóru þau þá? Hugsanlega fölnuð litarefni, leggur Cotte til, eða misheppnuð tilraun við að þrífa málverkið. Hann segir að ef myndin er skoðuð nánar sjáist greinilega að sprungur í kringum augun hafi lítillega dofnað. Það geti útskýrt að safnvörður eða viðgerðarmaður hafi hreinsað augað, og þannig fjarlægt augnhár og augabrúnir. En rannsóknin leiddi til frekari uppgötvana. Á innrauðri mynd sést á undirlagi að fingur Monu Lisu hafi verið málaðir í örlitið anarri stöðu en á endanlegu útkomunni á efsta lagi málverksins. Cotte útskýrir að ástæðan sé teppi sem módelið hafi haldið í kjöltu sinni. Í gegnum tíðina hafi þúsundir málara reynt að herma eftir þessari stöðu handarinnar, en ekki skilið af hverju hún var svona. "Staða handarinnar er til að halda teppinu við magann. Fyrir mig er þetta gjörsamlega frábær uppgötvun," sagði Cotte. Hluti málverksins hefur dofnað í þau 500 ár sem liðin eru frá því Leonardo lauk við gerð myndarinnar, en hún var meira en áratug í vinnslu og hann vann að henni fram til dauðadags. Orð meistarans voru: "List er aldrei fullkláruð, aðeins yfirgefin." Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í Metreon safninu í San Fransisco sem hluti af sýningunni "Da Vinci: Sýning snillings."
Vísindi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira