Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu 11. október 2007 09:36 Didier Drogba hjá Chelsea heilsar upp á Kevin Garnett í O2 höllinni í gær NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum. NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Leikurinn var sérstakur fyrir þær sakir að Kevin Garnett var þarna að spila sinn fyrsta leik á ferlinum gegn gamla félaginu sínu Minnesota - þar sem hann lék í 12 ár áður en hann skipti í grænt í sumar. Hafi einhver haldið að Boston yrði liðið hans Garnett fyrir vikið, var það ekki að sjá í gær. Það var nefnilega annar nýr liðsmaður Boston, stórskyttan Ray Allen, sem stal senunni og skoraði 28 stig á stuttum tíma með frábærri hittniþ Boston hafði sigur í leiknum 92-81. "Það var rosalega skrítið að sjá Kevin í grænu og í tveimur sóknum var ég næstum því búinn að kasta til hans boltanum," sagði Ricky Davis, leikmaður Minnesota og fyrrum samherji Garnett. Alls voru sex æfingaleikir spilaðir í nótt. Indiana lagði New Orleans 101-96. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en David West 18 fyrir New Orleans. Orlando vann öruggan sigur á Charlotte 123-99. 120 milljón dollara leikmaðurinn Rashard Lewis sneri sig á ökkla og þurfi að fara af velli eftir aðeins 8 mínútur hjá Orlando, en Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og JJ Redick skoraði 19. Gerald Wallace skoraði 19 fyrir Charlotte og Jason Richardson 17 stig. Miami tapaði 106-100 fyrir Atlanta í framlengdum leik. Shaquille O´Neal lék með Miami í fyrsta sinn og skoraði 10 stig á 16 mínútum í fyrri hálfleik. Hann segist í ágætu formi, en Atlanta gekk á lagið í síðari hálfleiknum þegar hann var utan vallar. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta en Udonis Haslem var stigahæstur hjá Miami með 22 stig og 12 fráköst. Þá skoraði Smush Parker 14 stig fyrir Miami, en hann kom frá Lakers í sumar. Portland lagði LA Clippers 111-102 þar sem gamla brýnið Sam Cassell skoraði 21 stig fyrir Clippers, en hann lýsti því yfir að hann vildi fara til Denver þegar hann verður með lausa samninga næsta sumar. Martell Webster átti frábæran leik hjá Portland þar sem hann skoraði 28 stig úr 14 skotum og LaMarcus Aldridge setti 21 stig. Loks vann Milwaukee annan sigur sinn í röð á undirbúningstímabilinu með því að skella Utah 90-81. Ronnie Brewer skoraði 17 stig fyrir Utah líkt og Michael Redd hjá Milwaukee. Nýliðinn Yi Jianlian skoraði 12 stig fyrir Milwaukee og náði sér betur á strik en í fyrsta leik sínum.
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira