Innlent

Eru einkarekin fangelsi hagkvæm?

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Dómsmálaráðherra hyggst skoða það í fullri alvöru hvort einkarekstur sé hagkvæmur kostur til að koma nýju fangelsi á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar.

Eins og við sögðum frá í gær sagði Björn í ávarpi á Kvíabryggju í vikunni ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort stofna eigi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Fréttastofa náði að hitta á dómsmálaráðherra í dag. Hann sagði enga nefnd verða setta í málið en það verði skoðað í undirbúningi að nýju fangelsi. Eins og við sögðum frá í fréttum í gær þá komst forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum einkarekstur fangelsa að hætti Englendinga hentaði ekki á Íslandi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×