Ásmundur: Alltaf möguleiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 14:00 Ásmundur Arnarsson ræðir við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi í vikunni. Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, er í bakgrunni. Mynd/E. Stefán Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Við hlökkum mikið til og ætlum við að enda þetta skemmtilega sumar á þessum ævintýralega leik," sagði Ásmundur við Vísi. Hann segir að það sé mikill spenningur í sínum mönnum en að sínir leikmenn þurfi að sýna sitt allra besta til að eiga möguleika gegn FH. „Spennustigið verður mikið í leiknum og verða menn að hrista það af sér sem allra fyrst í byrjun leiksins. Við þurfum að verjast vel og loka á gott lið FH-inga. Ef það gengur vel ættum við að eiga möguleika á því að sækja hratt. Ef við náum að standa í þeim og ná upp hörkuleik er alltaf möguleiki fyrir hendi." Mikið var rætt um hvort þeir Atli Viðar Björnsson og Heimir Snær Guðmundsson fengu að taka þátt í leiknum en þeir voru í sumar lánaðir til Fjölnismanna frá FH. Á endanum ákvað stjórn knattspyrnudeildar FH að samningar skyldu standa og þeir fengu ekki að spila á móti FH. „Atli Viðar hefur skorað mikið af mörkum fyrir okkur í sumar en sóknarleikurinn byggist upp á fleirum en einum manni. Sú staða hefði getað komið upp að einn okkar sóknarmanna hefði meiðst fyrir þennan leik. Þá værum við í sömu stöðu og nú. Ég vonast auðvitað til þess að það komi maður í manns stað og við spilum ekki síðri sóknarleik en við höfum gert hingað til." Bikarmeistararnir fá þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni en Ásmundur segir að hann hugsi ekki um það. „Það er bara eitthvað sem fylgir þessum leik. Aðalatriðið er að menn þjappi sér saman og nái góðum leik." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. „Við hlökkum mikið til og ætlum við að enda þetta skemmtilega sumar á þessum ævintýralega leik," sagði Ásmundur við Vísi. Hann segir að það sé mikill spenningur í sínum mönnum en að sínir leikmenn þurfi að sýna sitt allra besta til að eiga möguleika gegn FH. „Spennustigið verður mikið í leiknum og verða menn að hrista það af sér sem allra fyrst í byrjun leiksins. Við þurfum að verjast vel og loka á gott lið FH-inga. Ef það gengur vel ættum við að eiga möguleika á því að sækja hratt. Ef við náum að standa í þeim og ná upp hörkuleik er alltaf möguleiki fyrir hendi." Mikið var rætt um hvort þeir Atli Viðar Björnsson og Heimir Snær Guðmundsson fengu að taka þátt í leiknum en þeir voru í sumar lánaðir til Fjölnismanna frá FH. Á endanum ákvað stjórn knattspyrnudeildar FH að samningar skyldu standa og þeir fengu ekki að spila á móti FH. „Atli Viðar hefur skorað mikið af mörkum fyrir okkur í sumar en sóknarleikurinn byggist upp á fleirum en einum manni. Sú staða hefði getað komið upp að einn okkar sóknarmanna hefði meiðst fyrir þennan leik. Þá værum við í sömu stöðu og nú. Ég vonast auðvitað til þess að það komi maður í manns stað og við spilum ekki síðri sóknarleik en við höfum gert hingað til." Bikarmeistararnir fá þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni en Ásmundur segir að hann hugsi ekki um það. „Það er bara eitthvað sem fylgir þessum leik. Aðalatriðið er að menn þjappi sér saman og nái góðum leik."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00
Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30