Erlent

Yoko Ono hrósar Íslandi

Guðjón Helgason skrifar

Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag.

Tölvupóstur með tenginu á vefsíðuna imaginepeace.com barst í dag mörgum Bítlaaðdáendum sem skráðir eru á síðuna thebeatles.com

Á vefsíðunni sem vísað er á má finna upptöku þar sem Yoko Ono kynnir friðarsúluna, hugmyndina að baki henni og byggingu hennar í Viðey. Í upptökunni fjallar Ono um að megnið af orkuþörf Íslendinga sé svarað með jarðvarma ekki olíu, vatni í stað olíu.

Ono segir að við komuna til Íslands megi finna hvað loftið sér hreint og vatnið einnig. Fólki finnist það áratug yngra en það er þegar komið sé til landsins.

Yoko Ono segir að á korti þýði norðuráttin visku og kraft. Kraftur viskunnar liggi alla leið niður með súlunni og vegn þessa sé það gott fyrir allan heimin að hún rísi á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×