Ársmiðar uppseldir hjá Boston 28. september 2007 14:45 Ray Allen, Kevin Garnett og Paul Pierce vekja vonir Boston-manna á ný NordicPhotos/GettyImages Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. "Sigurleikir eru besta markaðssetningin, en vonin um sigra er næstbesta markaðssetningin," sagði Rich Gotham, forseti Boston þegar hann var spurður út í miðasöluna í sumar og haust. Boston er sigursælasta félagið í sögu NBA en félagið hefur ekki unnið nema þrjú einvígi í úrslitakeppni á síðustu níu árum og endaði leiktíðina í vor með skelfilegan árangur - 24 sigra og 58 töp. Það olli gríðarlegum vonbrigðum í Boston eftir skelfilegan vetur í fyrra þegar liðið datt svo heldur ekki í lukkupottinn í nýliðavalinu í sumar. Væntingarnar tóku hinsvegar kipp þegar forráðamenn félagsins fóru á markaðinn og skiptu burtu ungum og efnilegum leikmönnum í skiptum fyrir reyndar stórstjörnur. "Það eru gríðarlegar væntingar hérna núna en liðið hefur ekki gert neitt enn. Vissulega getur þetta lið gert góða hluti, en enn sem komið er ekkert þarna úti nema góðar vonir - vonir um að geta hengt upp nýjan meistaraborða í rjáfur hallarinnar," sagði Danny Ainge, framkvæmdastjóri Celtics. Þegar eru um 80% af ársmiðum seldir hjá félaginu - allir miðar sem seldir voru í forsölu og eru á annað borð í sölu hjá félaginu. Aðrir miðar eru í eigu stórfyrirtækja og einkaaðila. Sala á sérstökum ársmiðapökkum jókst um 40% í sumar frá því sem var árið áður. Gamli heimavöllurinn Boston Garden var yfirleitt þétt skipaður á gullaldarárum félagsins. Boston á NBA metið í miðasölu og einu sinni var uppselt á leiki liðsins 661 leik í röð. Þegar liðið vann þann síðasta af 16 meistaratitlum sínum í NBA voru hvorki meira né minna en 6,000 manns á biðlista eftir ársmiðum. Nýji heimavöllurinn hjá Boston tekur 18,624 áhorfendur í sæti en á síðustu leiktíð var aðeins uppselt á níu af 41 heimaleik liðsins í deildarkeppninni - venjulega þegar stórstjörnur á borð við Kobe Bryant eða LeBron James komu í heimsókn. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum. "Sigurleikir eru besta markaðssetningin, en vonin um sigra er næstbesta markaðssetningin," sagði Rich Gotham, forseti Boston þegar hann var spurður út í miðasöluna í sumar og haust. Boston er sigursælasta félagið í sögu NBA en félagið hefur ekki unnið nema þrjú einvígi í úrslitakeppni á síðustu níu árum og endaði leiktíðina í vor með skelfilegan árangur - 24 sigra og 58 töp. Það olli gríðarlegum vonbrigðum í Boston eftir skelfilegan vetur í fyrra þegar liðið datt svo heldur ekki í lukkupottinn í nýliðavalinu í sumar. Væntingarnar tóku hinsvegar kipp þegar forráðamenn félagsins fóru á markaðinn og skiptu burtu ungum og efnilegum leikmönnum í skiptum fyrir reyndar stórstjörnur. "Það eru gríðarlegar væntingar hérna núna en liðið hefur ekki gert neitt enn. Vissulega getur þetta lið gert góða hluti, en enn sem komið er ekkert þarna úti nema góðar vonir - vonir um að geta hengt upp nýjan meistaraborða í rjáfur hallarinnar," sagði Danny Ainge, framkvæmdastjóri Celtics. Þegar eru um 80% af ársmiðum seldir hjá félaginu - allir miðar sem seldir voru í forsölu og eru á annað borð í sölu hjá félaginu. Aðrir miðar eru í eigu stórfyrirtækja og einkaaðila. Sala á sérstökum ársmiðapökkum jókst um 40% í sumar frá því sem var árið áður. Gamli heimavöllurinn Boston Garden var yfirleitt þétt skipaður á gullaldarárum félagsins. Boston á NBA metið í miðasölu og einu sinni var uppselt á leiki liðsins 661 leik í röð. Þegar liðið vann þann síðasta af 16 meistaratitlum sínum í NBA voru hvorki meira né minna en 6,000 manns á biðlista eftir ársmiðum. Nýji heimavöllurinn hjá Boston tekur 18,624 áhorfendur í sæti en á síðustu leiktíð var aðeins uppselt á níu af 41 heimaleik liðsins í deildarkeppninni - venjulega þegar stórstjörnur á borð við Kobe Bryant eða LeBron James komu í heimsókn.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira