McLaren vill að ég verði heimsmeistari 28. september 2007 09:51 Hamilton og Alonso talast ekki við og búast má við æsilegri baráttu þeirra á milli á lokasprettinum NordicPhotos/GettyImages Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra. Hamilton og Alonso hafa háð harða baráttu innan sem utan brautar að undanförnu og nú hefur Hamilton skvett olíu á eldinn. "Eftir atburði síðustu vikna hefur liðið séð hvern það á í raun og veru að styðja og hvern ekki. Fernando Alonso er ekki sá maður sem ég hélt hann vera en svona er þetta nú bara," sagði Hamilton. Hann vísar þar annars vegar til þess þegar Alonso hótaði að gera opinber gögn í njósnamálinu fræga til að krefjast meiri virðingar frá liðinu og þess hvernig Spánverjinn krafðist þess að vera tekinn fram fyrir liðsfélaga sinn af því hann var ríkjandi heimsmeistari. Alonso hefur minnkaði forystu Hamilton úr 14 stigum niður í aðeins 2 stig þegar þrjár keppnir eru eftir - sú næsta í Japan um helgina. "Ég vil vinna titilinn á sanngjarnan hátt og ég hef aldrei farið þess á leit við liðið að mér verði veitt nein sérmeðferð til þess. Ég vil að menn keppi á jafnréttisgrundvelli," sagði Hamilton og segist furða sig á framkomu Alonso. "Ég reyndi að skilja Alonso en þegar maður kemst að því hvernig maður hann er - áttar maður sig á því að hann er alls ekki eins og ég bjóst við. Alonso bjóst við að verða settur á stall hjá liðinu af því hann var tvöfaldur heimsmeistari og það var hans hlutverk að ná í heimsmeistaratitilinn, en það hefur komið í ljós að það var ég sem krafðist meiri virðingar en hann," sagði Bretinn ungi. Formúla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra. Hamilton og Alonso hafa háð harða baráttu innan sem utan brautar að undanförnu og nú hefur Hamilton skvett olíu á eldinn. "Eftir atburði síðustu vikna hefur liðið séð hvern það á í raun og veru að styðja og hvern ekki. Fernando Alonso er ekki sá maður sem ég hélt hann vera en svona er þetta nú bara," sagði Hamilton. Hann vísar þar annars vegar til þess þegar Alonso hótaði að gera opinber gögn í njósnamálinu fræga til að krefjast meiri virðingar frá liðinu og þess hvernig Spánverjinn krafðist þess að vera tekinn fram fyrir liðsfélaga sinn af því hann var ríkjandi heimsmeistari. Alonso hefur minnkaði forystu Hamilton úr 14 stigum niður í aðeins 2 stig þegar þrjár keppnir eru eftir - sú næsta í Japan um helgina. "Ég vil vinna titilinn á sanngjarnan hátt og ég hef aldrei farið þess á leit við liðið að mér verði veitt nein sérmeðferð til þess. Ég vil að menn keppi á jafnréttisgrundvelli," sagði Hamilton og segist furða sig á framkomu Alonso. "Ég reyndi að skilja Alonso en þegar maður kemst að því hvernig maður hann er - áttar maður sig á því að hann er alls ekki eins og ég bjóst við. Alonso bjóst við að verða settur á stall hjá liðinu af því hann var tvöfaldur heimsmeistari og það var hans hlutverk að ná í heimsmeistaratitilinn, en það hefur komið í ljós að það var ég sem krafðist meiri virðingar en hann," sagði Bretinn ungi.
Formúla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira