Ekkert óðagot á Valsmönnum 26. september 2007 13:50 Óskar Bjarni og hans menn örvænta ekki þó liðið hafi ekki fundið taktinn í byrjun móts Mynd/Eyþór "Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira
"Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Sjá meira