Skútan hafði ekki viðdvöl í Danmörku Þórir Guðmundsson skrifar 21. september 2007 20:49 Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann. Pólstjörnumálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram. Í Stafangri er nú einn Íslendingur í haldi lögreglu. Lögregla hefur ekki óskað eftir að hann verði settur í gæsluvarðhald en hefur fram á sunnudagsmorgun til að gera það. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö er allt eins líklegt að maðurinn verði sendur til Íslands í yfirheyrslu hér. Skútan kom frá Noregi, hugsanlega Stafangri, og fór þaðan til Færeyja. Yfirmaður hjá færeysku lögreglunni segir hugsanlegt að skútan hafi komið við á Hjaltlandseyjum en hún fór ekki til Danmerkur, eins og haldið hefur verið fram. Skútan var í nokkra daga í nágrenni Þórshafnar, en þar var slæmt í sjóinn. Fyrir síðustu helgi var vindhraði rúmlega fimmtán metrar á sekúndu við Þórshöfn. En þegar rofaði til eftir helgina lögðu Íslendingarnir tveir út á haf. Skútan var tvo daga á leiðinni til Íslands, og þegar hún fór að nálgast austurströndina á miðvikudagskvöld hefur hún væntanlega siglt framhjá Norrænu, sem þá lagði af stað frá Seyðisfirði til Noregs. Skömmu síðar, um miðnætti á miðvikudag, tóku menn eftir því á Austurlandi að þyrla landhelgisgæslunnar var á leið til lendingar á Egilsstöðum. Á fimmtudagsmorgun, sama tíma og lögregla lét til skarar skríða á Fáskrúðsfirði, handtók svo færeyska lögreglan tvo menn, Færeying og Íslending. Íslendingurinn var nú fyrir stundu dæmdur í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Hinn bíður ákvörðunar dómara en lögregla bað um jafn langt gæsluvarðhald fyrir hann.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira