Færeyska lögreglan handtók, klukkan sjö í gærkvöld, einn Íslending og einn Dana í tengslum við spíttskútumálið. Í aðgerðum lögreglu voru haldlögð tvö kíló af amfetamíni. Skútan sem tekinn var í gærmorgun á Fáskrúðsfirði með um 60 kíló af eiturlyfjum hafði viðkomu í Færeyjum áður en henni var siglt hingað til lands.
Íslendingur og Dani teknir með tvö kíló í Færeyjum
