Greið leið fyrir fíkniefnasmyglara víða um land 21. september 2007 13:00 Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi. Pólstjörnumálið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira