Erlent

Grænlensk börn fara svöng í rúmið

Óli Tynes skrifar
Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Níu prósent barna á Grænlandi lifa neðan við fátækramörk, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi. Stjórnandi rannsóknarinnar, Sissel Lea Nielsen, segir að fátækt grænlenskra barna eigi sér margar birtingarmyndir. Til dæmis hafi foreldrar ekki efni á að láta börn sín taka þátt í tómstundaiðkun og félagslífi.

Í verstu tilfellunum snúist þetta hinsvegar um grunndvallar þarfir eins og mat og föt. Níu prósent barna eigi við þann vanda að stríða. Það sé miklu meira en á hinum Norðurlöndunum þar sem slík fátækt nær til 3-4 prósenta barnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×