Viðskipti erlent

Segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér

Stríðið gegn tölvuglæpum hefur breyst. Vírusar og önnur óværa eru ekki lengur búin til af skemmdarfúsum unglingum heldur glæpamönnum með hreinan gróða í huga. Tölvuglæpabransinn er talinn velta meira en fimm hundruð milljörðum króna á hverju ári. Eva Chen, forstjóri tölvuöryggisfyrir- tækisins Trend Micro, segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér.

Eva hóf störf hjá japanska fyrirtækinu Trend Micro árið 1988, sem þá sérhæfði sig í afritunarvörnum fyrir hugbúnað. Eftir því sem tölvuglæpum fjölgaði færði fyrirtækið sig yfir í öryggisgeirann, og sinnir því eingöngu í dag. Árið 1996 tók hún við stöðu tæknistjóra hjá fyrirtækinu, og varð forstjóri átta árum síðar.

„Ég held að það sé mögulegt að vinna stríðið gegn tölvuþrjótum, en til þess þurfa ríkisstjórnir að standa sig miklu betur," segir hún. „Líkt og þú þarft ökuskírteini til að mega keyra ættirðu kannski að þurfa einhvers konar lágmarkskennslu í netöryggi áður en þú ferð á netið og smellir á alla hlekki sem þú færð senda."

Hún segir tegund tölvuóværu hafa breyst til muna á stuttum tíma. „Fyrir nokkrum árum voru vírusar nokkuð sem háskólakrakkar bjuggu til í frítíma sínum, og þeir höfðu engan annan tilgang en að valda sem mestum skemmdum. Nú eru vírusarnir og tölvuormarnir fram- leiddir af glæpamönnum í hreinu gróðaskyni.

Með því að senda út óværu geta þeir náð völdum yfir hundruð þúsundum tölva og notað þær til að stela persónuupplýsingum og ráðast samtímis á önnur tölvu- kerfi. „Samkvæmt nýlegri úttekt bandaríska tímaritsins Consumer Reports á stöðunni í netöryggis- málum eru fjórðungslíkur á því að venjulegur tölvunotandi lendi í ein- hvers konar hremmingum vegna tölvuglæpa. Helmingur verður fyrir miklu magni ruslpósts, fimmt- ungur verður fyrir tjóni vegna víruss og tæp tíu prósent lenda í vandræðum vegna spilliforrita (e. malware).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×