Innlent

Litháíska fjölskyldan fann húsnæði

Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar

Litháíska fjölskyldan sem missti heimili sitt í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á mánudagskvöld hefur þegar fundið sér annan íverustað.

Það var slökkviliðið sem óskaði eftir því að húsnæðið yrði innsiglað vegna slakra eldvarna. Húsnæðið sem um ræðir er í hluta þessa húss, en fremri hlutinn tilheyrir öðru og óskyldu fyrirtæki, fiskverkun S. Gunnarssonar. Slökkviliðið hyggst fara í átak gegn ólöglegri búsetu í húsnæði sem ekki uppfyllir eldvarnir. Nokkur fjöldi útlendinga gæti því lent í húsnæðisvandræðum, en framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að deildirnar á höfuðborgarsvæðinu geti hýst á þriðja tug manna í neyð. Það sé hins vegar sveitarfélaganna að aðstoða fólk við að finna langtímalausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×