Innlent

Heimili litháískrar fjölskyldu innsiglað

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Eldvarnareftirlitið hefur innsiglað heimili sjö Litháa í Hafnarfirði. Fólkið fékk neyðarvistun hjá Rauða krossinum. Slökkvilliðið er að fara í átak gegn ólöglegri búsetu í iðnaðarhúsnæði.

Alls hafa 8 fullorðnir og 1 ungabarn búið á annarri hæð þessa húss við Melabraut í Hafnarfirði að undanförnu. Pólverjarnir tveir voru heima hjá sér í fríi þegar húsnæðið var innsiglað í fyrrakvöld en Litháarnir sjö, sex fullorðnir og eitt kornarbarn, voru á staðnum þegar slökkviliðið og Rauði krossinn mætti á staðinn. Húsnæðið var að sögn þokkalega vistlegt - en aðeins ein flóttaleið, niður um stigaop, en ekki tvær eins og þarf að vera á annarri hæð og engir reykskynjarar.

Talið er að minnst á annað þúsund manna búi ólöglega í iðnarðarhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu en það var í raun ekki fyrr en með lagabreytingu í vor sem Slökkviliðið hafði einhver tæki í höndunum til að koma í veg fyrir að fólk byggi í hættulegu húsnæði. Nú er nefnilega hægt að beita eigendur dagsektum fyrir ranga notkun á húsnæði. Ekki náðist í eigandann húsnæðisins í dag og íbúar hússins voru ekki tilbúnir til að koma í viðtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×