Körfubolti

Parker tryggði Frökkum annan sigurinn í röð

Andrei Kirilenko er með frábæra tölfræði á Evrópumótinu, 20,5 stig, 12,5 fráköst og 4 stoðsendingar í leik.
Andrei Kirilenko er með frábæra tölfræði á Evrópumótinu, 20,5 stig, 12,5 fráköst og 4 stoðsendingar í leik. AFP

Evrópumeistaramótið í körfubolta stendur nú sem hæst á Spáni. Tony Parker fór fyrir liði Frakka þegar það vann annan sigur sinn í röð í D-riðli, nú gegn silfurliði Ítala frá Ólympíuleikunum 69-62. Þetta var annað tap Ítala í röð á mótinu. Parker skoraði 36 stig í leiknum.

Litháar, sem lögðu Tyrki með 16 stigum á mánudag, eru komnir með annan fótinn áfram í keppninni eftir auðveldan sigur á Tékkum 95-75 í C-riðli. Tékkar eru enn án sigurs í keppninni.

Í Grenada unnu Rússar annan sigur sinn í röð í A-riðli með því að bursta Ísraela 90-56 þar sem Andrei Kirilenko fór mikinn, en hann er á topp fjögur í öllum helstu tölfræðiþáttum á mótinu. Í sama riðli unnu Grikkir einnig annan leik sinn í röð með því að leggja Serba 68-67 í framlengingu.

Króatar eru á toppi B-riðilsins eftir 90-68 sigur á Portúgal í gær og Spánverjar geta þar einnig náð sínum öðrum sigri í röð með því að leggja Portúgala í kvöld.

Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla og þaðan ræðst hvaða lið leika til undanúrslita á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×