Viðskipti innlent

Sjónvarpsfrelsi

Sjónvarpsflakkarar eru að verða heitasta heimilistækið í dag.
Sjónvarpsflakkarar eru að verða heitasta heimilistækið í dag.

Sjónvarps- eða vídeóflakkari kallast heitasta heimilistækið í dag. Hvern langar ekki til að fylgjast með framhaldsþáttaröð án þess að þurfa að bíða í viku eftir næsta þætti?

Ansi marga… og það er þess vegna sem svokallaðir vídeóflakkarar verða vinsælli með hverjum mánuðinum sem líður. Sjónvarpsflakkari er í raun tvíþætt fyrirbæri. Annars vegar er um að ræða hýsingu og hins vegar harðan disk sem settur er í hýsinguna en útkoman kallast sjónvarpsflakkari. Flakkari þessi er svo fylltur af sjónvarpsefni beint úr tölvunni og svo er tækið tengt við sjónvarp.

Einföld fjarstýring fylgir sjónvarpsflakkaranum og skjámyndin sem birtist á sjónvarpsskjánum er sambærileg við hefðbundið Windows- umhverfi þar sem flakkað er um möppur sem innihalda margvíslegt efni.

Bæði hýsingin og harði diskurinn fást á fjölbreyttu verði. Samkvæmt upplýsingum frá Tölvulistanum má nefna að hýsingar sem tengjast við sjónvarp eru á verðbilinu 12.900-32.900 en algengast er að fólk kaupi hýsingu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og hún kostar 17.900. Harðdiskar í þær kosta frá 5.990 upp í 24.900 en algengast er að fólk kaupi harðdiska á sjö til átta þúsund.

Sjónvarpsflakkara fylgja ýmsir kostir. Meðal annars er hægt að hafa allar DVD-myndir heimilisins inni á honum og geyma svo hulstrin annars staðar. Fólk getur skipst á sjónvarpsefni án þess að hafa áhyggjur af því að skila og svo er hægt að taka flakkarann með í ferðalagið og tengja annaðhvort við tölvu eða sjónvarp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×