Erlent

Bush í óvæntri heimsókn í Írak

Óli Tynes skrifar
George Bush heilsar yfirmönnum bandaríkjahers í Írak.
George Bush heilsar yfirmönnum bandaríkjahers í Írak.

George Bush forseti Bandaríkjanna kom í óvænta heimsókn til Íraks, í dag. Robert Gates, varnarmálaráðherra landsins er með honum í ferðinni. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að forsetinn og ráðherrann muni eiga fundi með æðstu foringjum hersins í Írak.

Foringjarnir munu væntanlega skýra forsetnum ítarlega frá gangi mála og hvort þeir séu einhverju nær því að ná markmiðum sínum. Búast má við að forsetinn gefi svo þjóðinni skýrslu þegar hann snýr heim aftur. Þótt þessi heimsókn sé óvænt kemur ekki á óvart að ekki skuli hafa verið sagt frá henni fyrirfram. Þessir tveir menn eru náttúrlega uppáhalds skotmörk allra hryðjuverkamanna í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×