Erlent

Kínverjar reyna að róa Japani

Óli Tynes skrifar
Kína hefur 2.2 milljónir manna undir vopnum.
Kína hefur 2.2 milljónir manna undir vopnum.
Kínverjar reyndu í dag að róa Japani yfir mikilli hervæðingu sinni, á fundi varnarmálaráðherra landanna. Meðal annars varð að samkomulagi að kínverskt herskip heimsækti Japan og er það í fyrsta skipti í sögu landanna. Kínverjar hafa stóraukið framlög til hermála undanfarin ár, og Japanir hafa af því áhhyggjur.

Kína er kjarnorkuveldi og hefur 2.2 milljónir manna undir vopnum. Í japanska hernum eru liðlega 260 þúsund manns. Japanski heraflinn er betur settur hvað hátækni varðar, en það bil minnkar óðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×