Erlent

Páfi stofnar lággjaldaflugfélag

Óli Tynes skrifar
Benedikt sextándi, flugrekandi.
Benedikt sextándi, flugrekandi.

Benedikt 16. páfi vill hjálpa hinum trúuðu að komast á helga staði kaþólskrar trúar. Því hefur Páfagarður gert fimm ára samning við flugfélagið Mistral Air um leigu á flugvélum. Venjulega flytur þetta flugfélag bréf og pakka fyrir ítölsku póstþjónustuna.

Nú á það að flytja pílagríma á ódýran hátt. Fyrsta flugið verður frá Róm til Lourdes í Frakklandi. Einnig verður flogið til helgistaða í Póllandi, á Spáni og Mið-Austurlöndum. Þá er ráðgert að hefja flug til Mexíkós þegar fram líða stundir.

Vélarnar sem annast þetta flut hafa þegar verið málaðar í litum Páfagarðs, hvítar og gular. Inni í þeim hafa svo verið ritaðar kennisetningar og bænir á loft og veggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×