Erlent

Skiluðu ísraelskum hermanni

Óli Tynes skrifar
Frá Jenin.
Frá Jenin.

Palestinskir öryggisverðir björguðu í dag ísraelskum hermanni sem tók vitlausa beygju á bíl sínum og lenti inn í bænum Jenin á Vesturbakkanum. Jenin er miðstöð herskárra Palestínumanna. Það var enda ráðist á bílinn, honum velt og kveikt í honum. Öryggisverðir hollir Mahmoud Abbas, forseta, komu hermanninum hinsvegar undan og skiluðu honum að næstu ísraelsku varðstöð.

Talsmaður hersins segir að hermaðurinn hafi villst af leið. Nokkur samvinna í öryggismálum hefur tekist milli Ísraela og Palestínumanna á Vesturbakkanum eftir að Hamas samtökin hertóku Gaza ströndina í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×