Erlent

Met í brjóstagjöf

Guðjón Helgason skrifar

Víetnamar settu í dag heimsmet í brjóstagjöf þegar rúmlega tólfhundruð mæður komu saman í þremur borgum og gáfu börnum sínum brjóst samtímis. Með þessu vildu mæðurnar leggja áherslu á mikilvægi brjóstagjafar fyrir hvítvoðunga.

84 milljónir manna búa í Víetnam og talið að 1,4 milljónir barna fæðist þar á hverju ári. Fjögurhundruð og fjörutíu mæður komu saman til að gefa brjóst í Hanoi, fimmhundruð og níutíu í Ho Chi Minh borg og hundrað áttatíu og einn í Can Tho borg. Þær gáfu börnum sínum samtímis.

Nguyen Bich Huyen gaf barni sínu í Hanoi í dag. Hún segir að með þessu hafi hún ekki aðeins viljað næra barn sitt heldur einnig sýna því ást sína.

Sérfræðingar segja að með brjóstamjólk fái ungabörn hæfilega blöndu kolefna, prótína og fitu auk mikilvægra vítamína, steinefna, meltingar ensíma og hormóna. Þetta þurfi þau til að vaxa.

Nguyen Tuan Hai, ein skipuleggjenda brjóstagjafarinnar, leggur áherslu á að mjólkin gefi börnum mikilvæga næringu. Þess vegna hafi þetta verið skipulagt til að hvetja til brjóstagjafar.

Óvíst er talið að met mæðranna verði slegið í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×