Enn loga eldar í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 26. ágúst 2007 18:45 Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar. Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Snemma í morgun var ljóst að menningarsöguleg verðmæti á vestari hluta Pelops-skaga væru í hættu. Þorp í kringum Ólympíu, vöggu Ólympíuleikanna, voru rýmd og nærri hundrað slökkviliðsmenn sendir af stað til að verja rústir þessa forna helgistaðar. Ólympía er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ólympíueldurinn enn kveiktur fyrir hverja leika. Í Ólympíu stóð áður stytta af Seifi, höfuðguði grískrar goðafræði. Hún var úr gulli og fílabeini og var eitt af sjö undrum veraldar. Ekki fór þó svo að eldarnir eyðilegðu þessi verðmæti - logarnir sleiktu aðeins jaðar svæðisins og Ólympía var úr hættu síðdegis. Að minnsta kosti 12 ríki hafa sent slökkviliðsmenn til að hjálpa við að hemja eldana. Frakkar og Ítalir hafa sent 6 flugvélar til slökkvistarfs. 25 verða sendar til viðbótar frá Evrópusambandsríkjum. Bandaríkjamenn og Rússar hafa einnig heitið Grikkjum aðstoð. Grísk yfirvöld segja að í mörgum tilvikum hafi brennuvargar kveikt elda sem nú loga. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra, hefur heitið því að hinir seku verði handteknir og þeir dregnir fyrir dóm. 7 eru í haldi lögreglu, þar á meðal 65 ára karlmaður sem er grunaður um að hafa kveikt eld nærri Areópólís sem varð 6 manns að bana og 2 unglingsstrákar, grunaðir um að hafa kveikt eld í borginni Kavala. Reynist þessir menn sekir hafa þeir margt á samviskunni. Óttast er að mun fleiri hafi týnt lífi en þeir rúmelga 50 sem nú er vitað um og að fleiri eigi eftir að brenna til bana. Margir hafa orðið innlyksa á svæðum þar sem eldar hafa komið íbúum að óvöru. Kirkjuklukkum í þorpinu Kolyri nærri Ólympíu var hringt í gærkvöldi til að vara íbúa við eldunum og hvetja þá til að hraða sér á brott. Í dag var það sama gert í Grilos rétt áður en eldar læstu sig í kirkjunni þar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira