Erlent

Risapanda ól afkvæmi

Guðjón Helgason skrifar

Risapanda ól lifandi afkvæmi í dýragarði í Vínarborg í Austurríki í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Evrópu í aldarfjórðung en það var í dýragarði í Madríd á Spáni.

Pandan Yang Yang ól reyndar tvo húna en annar dó. Pandan sem lifði var tæp hundrað grömm að þyngd og tíu sentimetrar. Almenningur fær ekki að skoða nýja pandabjörninn fyrr en eftir fjóra mánuði.

Varlega verður farið með húninn þar sem pandabirnir eru afar viðkvæmir fyrsta árið og 40% þeirra lifa ekki fyrsta afmælisdaginn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×