Eðlishvöt réð viðbrögðum Guðjón Helgason skrifar 24. ágúst 2007 18:45 Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Íslendingarnir Guðni Rúnar Kristinsson og Davíð Jónsson lögðu af stað á laugardaginn í fjögurra sæta Cessnu 172 frá Pine Meadows flugvelli í norð-vestur Kanada ásamt kanadískum vinum sínum Elliot Malmann og Leuh Gibson. Guðni Rúnar flaug flugvélinni. Hún hrapaði í skóglendi nærri Squamish. Elliot slapp með lítil sem engin meiðsl og dró bæði Davíð og Leuh úr flakinu en þau virtust illa slösuð. Guðni Rúnar lést í slysinu. Elliot segir það hafa komið sér á óvart hversu snarlega hann hafi brugðist við. Hann muni eftir því sem hann sá en hljóð, tilfinningar og annað séu gleymd. Þegar flugvélin hafi skollið niður hafi blóð streymt í höfuð hans og eðlishvötin ráðið för. Hann hafi ekki getað skilið þau eftir í flakinu. Eldsneyti hafi lekið út um allt. Einn neisti og þá hefði öllu lokið. Björgunarþyrlur komu á vettvang eftir að Malmann hafði búið um sár Davíðs og Leuh. Þau voru oll hífð um borð. Björgunarmenn sögðu Elliot hafa unnið afrek. Davíð slapp minna meiddur frá slysinu en óttast var í fyrstu. Leah vinkona hans mun einnig hafa sloppið nokkuð vel. Slysið er enn í rannsókn en samkvæmt sérfróðum er jafnvel talið að flugvélinni hafi verið flogið af leið. Bill Yearwood, rannsóknarmaður bendir á að því lengra sem flogið sé inn í aflokaðan dal þeim mun erfiðara sé að snúa flugvél við. Erlent Fréttir Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Íslendingarnir Guðni Rúnar Kristinsson og Davíð Jónsson lögðu af stað á laugardaginn í fjögurra sæta Cessnu 172 frá Pine Meadows flugvelli í norð-vestur Kanada ásamt kanadískum vinum sínum Elliot Malmann og Leuh Gibson. Guðni Rúnar flaug flugvélinni. Hún hrapaði í skóglendi nærri Squamish. Elliot slapp með lítil sem engin meiðsl og dró bæði Davíð og Leuh úr flakinu en þau virtust illa slösuð. Guðni Rúnar lést í slysinu. Elliot segir það hafa komið sér á óvart hversu snarlega hann hafi brugðist við. Hann muni eftir því sem hann sá en hljóð, tilfinningar og annað séu gleymd. Þegar flugvélin hafi skollið niður hafi blóð streymt í höfuð hans og eðlishvötin ráðið för. Hann hafi ekki getað skilið þau eftir í flakinu. Eldsneyti hafi lekið út um allt. Einn neisti og þá hefði öllu lokið. Björgunarþyrlur komu á vettvang eftir að Malmann hafði búið um sár Davíðs og Leuh. Þau voru oll hífð um borð. Björgunarmenn sögðu Elliot hafa unnið afrek. Davíð slapp minna meiddur frá slysinu en óttast var í fyrstu. Leah vinkona hans mun einnig hafa sloppið nokkuð vel. Slysið er enn í rannsókn en samkvæmt sérfróðum er jafnvel talið að flugvélinni hafi verið flogið af leið. Bill Yearwood, rannsóknarmaður bendir á að því lengra sem flogið sé inn í aflokaðan dal þeim mun erfiðara sé að snúa flugvél við.
Erlent Fréttir Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira