Erlent

Trúboði namm namm

Óli Tynes skrifar
Rop.
Rop.

Það hefur verið mjög í tísku undanfarin ár að þjóðir biðjist afsökunar á misgjörðum forfeðra sinna. Síðast baðst menningarmálaráðherra Danmerkur afsökunar á því að danskir víkingar skyldu gera strandhögg á Írlandi fyrir 1200 árum. Ættbálki á Papúa í Nýju Gíneu hefur nú runnið blóðið til skyldunnar og beðist afsökunar á því að hafa borðað fjóra trúboða árið 1878.

Trúboðarnir fjórir komu frá Fiji eyjum, en yfirmaður þeirra var breski presturinn George Brown sem eyddi stórum hluta ævinnar við trúboð í Suðurhöfum. Það var herforingi að nafni Taleli sem fyrirskipaði að trúboðarnir skyldu drepnir. Þeir voru svo matreiddir og snæddir.

Afsökunarbeiðnin var borin fram við hátíðlega athöfn þar sem voru viðstaddir bæði afkomendur veislugestanna og afkomandi matseðilsins, sem var sendiherra Fiji eyja á Papúa Nýju Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×