Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu Þórir Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2007 18:03 Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Hafísinn í kringum Norðurheimskautið hefur um aldir komið í veg fyrir siglingar kaupskipa stystu leið frá Asíu til Evrópu. Bæði Rússar og Kanadamenn eru með ísbrjóta meðfram strandlengjum sínum en hingað til hefur ekki verið hægt að sigla almennum kaupskipum þessa leið með góðu móti.En nú bendir ýmislegt til að ísinn sé að bráðna hraðar en áður var talið. Frumbyggjar hafa tekið eftir þessu.Elsie Ovilok, íbúi í norður Kanada, segir að áður fyrr hafi hafísinn verið svo þéttur að hægt hafi verið að ferðast á honum fram í júlí. Nú séu ínúítar heppnir ef hann heldur fram í maí.Kanadamenn vonast til að hægt verði að sigla norðvesturleiðina svokölluðu sem fyrst og nú telja vísindamenn að bráðnun íssins sé svo hröð að það geti gerst miklu fyrr en áður var talið.Brandon Harvey, sjávarlíffræðingur, segir að norðvesturleiðin kunni að opnast allt að þrjátíu árum áður en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn hafa almennt miðað við árið 2050 í því sambandi, þó engin leið sé til að segja fyrir um það með nokkurri vissu.Bráðnun íssins er rakin til hlýnunar jarðar. Kaupskip sem fara norðurleiðina milli Kína og Evrópu í staðinn fyrir að sigla um Panamaskurðinn stytta leiðina um tvö þúsund sjómílur. Það ætti að þýða minni kostnað - og þá enn lægra verð á fjöldaframleiddum vörum frá Kína. Erlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Hafísinn í kringum Norðurheimskautið hefur um aldir komið í veg fyrir siglingar kaupskipa stystu leið frá Asíu til Evrópu. Bæði Rússar og Kanadamenn eru með ísbrjóta meðfram strandlengjum sínum en hingað til hefur ekki verið hægt að sigla almennum kaupskipum þessa leið með góðu móti.En nú bendir ýmislegt til að ísinn sé að bráðna hraðar en áður var talið. Frumbyggjar hafa tekið eftir þessu.Elsie Ovilok, íbúi í norður Kanada, segir að áður fyrr hafi hafísinn verið svo þéttur að hægt hafi verið að ferðast á honum fram í júlí. Nú séu ínúítar heppnir ef hann heldur fram í maí.Kanadamenn vonast til að hægt verði að sigla norðvesturleiðina svokölluðu sem fyrst og nú telja vísindamenn að bráðnun íssins sé svo hröð að það geti gerst miklu fyrr en áður var talið.Brandon Harvey, sjávarlíffræðingur, segir að norðvesturleiðin kunni að opnast allt að þrjátíu árum áður en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn hafa almennt miðað við árið 2050 í því sambandi, þó engin leið sé til að segja fyrir um það með nokkurri vissu.Bráðnun íssins er rakin til hlýnunar jarðar. Kaupskip sem fara norðurleiðina milli Kína og Evrópu í staðinn fyrir að sigla um Panamaskurðinn stytta leiðina um tvö þúsund sjómílur. Það ætti að þýða minni kostnað - og þá enn lægra verð á fjöldaframleiddum vörum frá Kína.
Erlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira