Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu Þórir Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2007 18:03 Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Hafísinn í kringum Norðurheimskautið hefur um aldir komið í veg fyrir siglingar kaupskipa stystu leið frá Asíu til Evrópu. Bæði Rússar og Kanadamenn eru með ísbrjóta meðfram strandlengjum sínum en hingað til hefur ekki verið hægt að sigla almennum kaupskipum þessa leið með góðu móti.En nú bendir ýmislegt til að ísinn sé að bráðna hraðar en áður var talið. Frumbyggjar hafa tekið eftir þessu.Elsie Ovilok, íbúi í norður Kanada, segir að áður fyrr hafi hafísinn verið svo þéttur að hægt hafi verið að ferðast á honum fram í júlí. Nú séu ínúítar heppnir ef hann heldur fram í maí.Kanadamenn vonast til að hægt verði að sigla norðvesturleiðina svokölluðu sem fyrst og nú telja vísindamenn að bráðnun íssins sé svo hröð að það geti gerst miklu fyrr en áður var talið.Brandon Harvey, sjávarlíffræðingur, segir að norðvesturleiðin kunni að opnast allt að þrjátíu árum áður en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn hafa almennt miðað við árið 2050 í því sambandi, þó engin leið sé til að segja fyrir um það með nokkurri vissu.Bráðnun íssins er rakin til hlýnunar jarðar. Kaupskip sem fara norðurleiðina milli Kína og Evrópu í staðinn fyrir að sigla um Panamaskurðinn stytta leiðina um tvö þúsund sjómílur. Það ætti að þýða minni kostnað - og þá enn lægra verð á fjöldaframleiddum vörum frá Kína. Erlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Hafísinn í kringum Norðurheimskautið hefur um aldir komið í veg fyrir siglingar kaupskipa stystu leið frá Asíu til Evrópu. Bæði Rússar og Kanadamenn eru með ísbrjóta meðfram strandlengjum sínum en hingað til hefur ekki verið hægt að sigla almennum kaupskipum þessa leið með góðu móti.En nú bendir ýmislegt til að ísinn sé að bráðna hraðar en áður var talið. Frumbyggjar hafa tekið eftir þessu.Elsie Ovilok, íbúi í norður Kanada, segir að áður fyrr hafi hafísinn verið svo þéttur að hægt hafi verið að ferðast á honum fram í júlí. Nú séu ínúítar heppnir ef hann heldur fram í maí.Kanadamenn vonast til að hægt verði að sigla norðvesturleiðina svokölluðu sem fyrst og nú telja vísindamenn að bráðnun íssins sé svo hröð að það geti gerst miklu fyrr en áður var talið.Brandon Harvey, sjávarlíffræðingur, segir að norðvesturleiðin kunni að opnast allt að þrjátíu árum áður en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn hafa almennt miðað við árið 2050 í því sambandi, þó engin leið sé til að segja fyrir um það með nokkurri vissu.Bráðnun íssins er rakin til hlýnunar jarðar. Kaupskip sem fara norðurleiðina milli Kína og Evrópu í staðinn fyrir að sigla um Panamaskurðinn stytta leiðina um tvö þúsund sjómílur. Það ætti að þýða minni kostnað - og þá enn lægra verð á fjöldaframleiddum vörum frá Kína.
Erlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira