Dregur úr styrk Deans Guðjón Helgason skrifar 21. ágúst 2007 19:00 Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira
Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira