Erlent

Hamas biðja um olíu fyrir Gaza ströndina

Óli Tynes skrifar
Hamas liðar hertóku Gaza í síðasta mánuði.
Hamas liðar hertóku Gaza í síðasta mánuði.

Leiðtogi Hamas samtakanna hefur beðið Evrópusambandið að byrja aftur að veita olíu til stærstu orkuveitu Gaza strandarinnar. Hann hefur lýst því yfir að alls ekki standi til að leggja á nýja skatta á sölu á rafmagni. Vegna olíuskorts hafa stór svæði á Gaza ströndinn verið án rafmgns undanfarna daga.

Hamas samtökin hertóku Gaza í síðasta mánuði og ráku þaðan liðsmenn Mahmouds Abbas forseta. Hamas hafa rekið Gaza sem ríki í ríkinu. Evrópusambandið hefur keypt olíu fyrir Gaza af ísraelsku einkafyrirtæki. Þegar fregnir bárust af því að til stæði að skattleggja rafmagn sérstaklega til þess að standa undir rekstri Hamas stjórnarinnar, stöðvaði Evrópusambandið olíuflæðið.

Ismail Haniyeh leiðtogi Hamas hefur nú skrifað sambandinu bréf og beðið um að opnað verði fyrir olíuna á ný. Talsmaður þess segir að málið sé í athugun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×