Erlent

Sjóránum fjölgar gríðarlega

Óli Tynes skrifar
Fimm danskir sjómenn eru enn á valdi sjóræningja sem rændu skipinu Danica White undan austurströnd Sómalíu fyrsta júní síðastliðinn. Vitað er um 147 aðra sjómenn í höndum ræningja. Árásir sjóræningja eru orðnar svo tíðar að þær eru orðnar alheims vandamál. Árásunum fjölgar ár frá ári og sömuleiðis þeim sem sjóræningjar slasa eða drepa.

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 var ráðist á 48 skip. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2006 voru þau 198. Og á fyrstu sex mánuðum þessa árs 238. Oftast tekst skipverjum með einhverjum hætti að komast undan sjóræningjunum, sérstaklega ef um er að ræða stór skip.

Á þessu ári hafa ræningjarnir náð 13 skipum á sitt vald. Á þeim voru samtals 152 skipverjar. Af þeim voru 20 alvarlega særðir og þrír myrtir. Meðal hættulegustu svæðanna eru austurströnd Sómalíu og við eyna Súmötru í Indónesíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×