Erlent

Rangt hús, rangt rúm og röng kona

Óli Tynes skrifar
Það er mikilvægt að rata á rétt rúm.
Það er mikilvægt að rata á rétt rúm.

Konu í Froland í Noregi brá í brún þegar hún vaknaði í morgun og sá ókunnan mann við hliðina á sér í rúminu. Hún hringdi þegar í lögregluna sem sendi menn á staðinn. Erfiðlega gekk að vekja hinn ókunna mann. Það tókst þó um síðir og kom í ljós að hann hafði ekki haft neitt illt í hyggju.

Hann hafði verið í samkvæmi í húsi í nágrenninu og læðst hljóðlega inn um nóttina til þess að vekja ekki sína elskulegu eiginkonu. Nema hvað það var rangt hús, rangt rúm og röng kona. Lögreglan kom honum í rétt rúm í réttu húsi og til réttrar konu, sem var orðin langeyg eftir karli sínum. Engin kæra verður lögð fram í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×