Erlent

Lögum um dóma yfir níðingum breytt

Guðjón Helgason skrifar

Frakkar eru harmi slegnir eftir að dæmdur barnaníðingur beitti fimm ára dreng ofbeldi tæpum mánuði eftir að hann losnaði úr fangelsi. Geðlæknar höfðu varað við því að sleppa manninum. Frakklandsforseti vill breyta lögum þannig að níðingar sleppi ekki eftir afpánun nema að vel athugðu máli.

Kveikjan að þessu er mál barnaníðingsins Francis Evard. Evard, sem er 61 árs, var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði en þá hafði hann 2/3 af 27 ára dómi fyrir að hafa beitt tvo unga drengi ofbeldi. Evard var sleppt þó yfirvöld og sérfræðingar segðu hann forhertan glæpamann sem myndi áfram misnota drengi.

Í síðustu viku rændi hann fimm ára dreng, Enis Kokacurt, og beitti hann ofbeldi. Lögregla fann þá í bílskúr í norðurhluta Frakklands hálfum sólahring eftir að Kokacurt hvarf.

Almenningur er slegin vegna málsins og hefur gagnrýnt fangelsismálayfirvöld fyrir að sleppa Evard. Ekki bætir úr skák að franskir fjölmiðlar greindu frá því að viagra lyf fundust á Evard þegar hann var handtekinn en þau hafði læknir í fangelsinu útvegað honum skömmu áður en hann var látinn laus.

Málið kom á borð Francois Sarkozy, Frakklandsforseta, í dag þegar faðir drengsins fundaði með honum. Sarkozy greindi frá því eftir fundinn að hann ætlaði að hraða lagabreytingu. Fangi á borð við Evrard fengi ekki frelsi aðeins með því að ljúka afplánun. Fangar eins og hann yrðu metnir af nefnd lækna og ef læknar segðu þá enn hættulega yrðu þeir sendir í öruggt fangelsi þar sem þeir fengju meðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×