Erlent

Dýr dráttur

Óli Tynes skrifar
Ástin var heit.
Ástin var heit.

Þegar átján ára gamla þýska parið ákvað að elskast í fyrsta skipti vildi stúlkan skapa réttu stemminguna. Hún kveikti á ótalmörgum kertum í svefnherbergi sínu í risi hússins. Og ástin var heit. Svo heit að það kviknaði í plássinu. Berrassað parið gat forðað sér út úr brennandi húsinu og öðlaðist umtalsverða frægð þegar blaðaljósmyndarana dreif að.

Slökkviliðið dreif að líka og tókst að slökkva eldinn áður en eldurinn náði niður á jarðhæðina. Skemmdirnar á risinu eru hinsvegar taldar nema um níu milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×