Erlent

Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaíku

Guðjón Helgason skrifar

Jamaíkubúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean hefur náð landi þar. Vindhraði í verstu hviðum er rúmlega 60 metrar á sekúndu og því spáð að úrkoma mælist um 50 sentimetrar. Því er spáð að bylurinn nái mesta styrk þegar hann kemur á Mexíkóflóa.

Fellibylurinn Dean hefur valdið töluverðum skemmdum þar sem hann hefur þegar farið yfir. Sex hafa farist í veðurhamnum. Drengur druknaði í Dóminíku og kona og sjö ára sonur hennar týndu lífi þegar aurskriða féll á þau þar sem þau sváfu heima, kona á áttræðisaldri fékk hjartaáfall þegar bylurinn fór yfir Martíník og maður á sjötugaldri drukknaði þar sem hann reyndi að bjarga kú úr beljandi fljóti.

Svo virðist sem Dómíníkanska lýðveldið, Haítí og Kúba sleppi að mestu við veðurofsann. Eitthvað flæddi þó í strandhéruðum þar. Bylurinn náði svo strönd Jamaíku í dag og mun fikra sig meðfram ströndinni. Bylurinn hefur ekki náð mesta styrk en talið að það gerist þegar hann nái Mexíkó. Vindhraði er nú mikill - um 60 metrar á sekúndu í vestu hviðum og óttast að úrkoma eigi eftir að mælast 50 sentimetrar.

Útgöngubann er í gildi á Jamaíku og lögregla með hert eftirlit í höfuðborginni, Kingston, til að koma í veg fyrir gripdeildir. Ferðamenn hefa reynt að fara frá eyjunni en ekki öllum tekist það þar sem flugvöllum var lokað í dag. Íbúar hafa hamstrað mat. Bandaríkjamenn hafa heitið flugi með neyðargögn gerist þess þörf.

Bylurinn hefur haft áhrif út í geim. Bandaríska geimferjan Endevor fór frá Alþjóðlegum geimstöðinni í dag, degi fyrr en áætlað var. Óttast var að bylurinn næði gæti truflað störf Bandarísku geimferðastofnunarinnar á jörðu niðri í stjórnstöðinni í Houston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×