Erlent

Fellibylurinn Dean ógnar ríkjum Karíbahafsins

Guðjón Helgason skrifar

Yfirvöld á Jamaíku búast við hinu versta nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyr á landið. Óttast er að bylurinn valdi miklum skemmdum og jafnvel manntjóni á eyjum á Karíbahafinu. Útgöngubann er nú í gildi á Jamaíku og búið að loka öllum flugvöllum.

Dean er fyrsti fellibylur tímabilsins á þessu slóðum en óttast er að fellibyljatímabilið í ár verði eitt það versta á svæðinu. Bylurinn er nú fjórða stigs samkvæmt Saffir-Simpson kvarðanum en óttast að hann nái fimmta og efsta stigi áður en langt um líði. Vindhraðinn nú er rúmir 60 metrar á sekúndu. Bylurinn nær landi á Jamaíku síðar í dag. Íbúar eru nú að afla birgða og ferðmenn að flýja. Það reyndist þó erfitt í morgun þar sem flugvöllum var lokað. Útgöngubann var svo sett á.

Bylurinn hefur þegar valdið töluverðum skemmdum í strandhéruðum Dómíníkanska lýðveldisins. Dregur drukknaði þar og fjölmgargir slösuðust. Skemmdir hafa einnig orðið á Sánkti Lúsíu, Martíník og Dóminíku. Á síðast nefnda staðnum urðu kona og sjö ára sonur hennar undir aurskriðu og létust og á Sánkti Lúsíu druknaði kona á sjötugsaldri.

Viðvörun hefur verið gefin út á Haítíu og Kúbu. Óttast er að bylurinn nái hámarki þegar hann kemur að Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×