Erlent

Afstæðiskenningin sögð afsönnuð

Óli Tynes skrifar
Getur eitthvað farið hraðar en ljósið ?
Getur eitthvað farið hraðar en ljósið ?

Tveir þýskir vísindamenn segja að þeir hafi afsannað afstæðiskenningu Alberts Einstein með því að fara í gegnum ljósmúrinn. Afstæðiskenningin gengur í örstuttu og einfölduðu máli út á það að ekkert geti farið hraðar en ljósið undir nokkrum kringumstæðum. Ef maður færi hraðar en ljósið myndi maður samkvæmt kenningunni skrúfa tímann afturábak.

Samkvæmt því myndi geimfari sem ferðaðist hraðar en ljósið koma á áfangastað áður en hann legði af stað. Günter Nimtz og Alfons Stahlhofen við háskólann í Koblenz segja í grein í tímaritinu New Scientist að með fyrirbæri sem kallast skammtafræði hafi þeim tekist að senda örbylgju ljóseindir í gegnum gler prisma á talsvert yfir ljóshraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×