Erlent

Vill búa til súpu úr flökkuhundum

Óli Tynes skrifar
Flökkuhundur fangaður í Nýju Delí.
Flökkuhundur fangaður í Nýju Delí.

Flökkuhundar eru mikið vandamál í Nýju Delí á Indlandi. Þeir eru þar í tugþúsunda tali. Ýmislegt hefur verið reynt til þess að fækka þeim, en það hefur lítinn árangur borið. Borgarfulltrúi í borginni lagði í gær fram tillögu um að vandinn yrði lestur með því að fanga hundana og senda þá til Kóreu, þar sem hundakjöt er talið mikið lostæti.

Hundasúpa -boshintang- er sérstaklega vinsæl í Kóreu. Og þangað vill borgarfulltrúinn senda hundana í Nýju Delí. Ekki fékkst þó meirihluti fyrir þessari tillögu. Heldur ekki tillaga um að deyfa hundana svo að þeir sofi allan daginn.

Þess í stað var yfirdýralæknir borgarinnar beðinn um að leggja fram áætlun um hvernig megi fækka hundunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×