Erlent

Komdu þér út kerling

Óli Tynes skrifar

Dyraverðir á lúxushóteli í Cancún í Mexíkó brugðust skjótt við þegar indíánakona í litríkum klæðum gekk inn í hótelið þeirra. "Enga götusölu hér," sögðu þeir. Þeir tóku konuna föstum tökum og ætluðu að henda henni út. Sem betur fór var í anddyrinu fólk sem þekkti Rigobertu Menchu, friðarverðlaunahafa Nóbels og frambjóðanda í forsetakosningum í Gvatemala.

Meðal þeirra sem könnuðust við hana var þekktur mexíkóskur blaðamaður, en Rigoberta var einmitt að koma í viðtal við hann. Rigoberta hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1992 fyrir baráttu sína fyrir réttindum Indíána í Gvatemala.

Það fylgir sögunni að Felipe Calderon, forseti Mexíkós hafði boðið henni þangað til þess að sitja ráðstefnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×