Illdeila mafíufjölskyldna teygir sig til Þýskalands Guðjón Helgason skrifar 15. ágúst 2007 19:06 Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið þar sem þeir sátu í tveimur bílum fyrir utan ítalskan veitingastað nærri lestarstöðinni í Duisburg í vesturhluta Þýskalands í nótt. Mennirnir tengjast allir veitingastaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var einn þeirra með lífsmarki en hann lést á leið á sjúkrahús. Heinz Sprenger, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Duisburg segir vitað að þrír úr hópnum hafi búið í Duisburg, einn í Muelheim en tveir komið nýlega frá Ítalíu til Þýskalands í heimsókn. Vitni sá tvo menn hlaupa frá morðstaðnum og þeirra er nú leitað. Fréttir frá Ítalíu herma að mennirnir tengist ´Ndrangheta glæpasamtökunum í Kalabríu á Suður-Ítalíu. Tvær fjölskyldur innan samtakanna hafa barist í sextán ár. Fimmtán morð hafa nú verið framin vegna illdeilunnar sem kennd er við þorpið San Luca þar sem upphaf hennar er að rekja. Friðsamlegt hafði verið milli fjölskyldnanna frá árinu 2000 og þar til á jóladag í fyrra. Þá var Maria Strangio, eiginkona eins höfuðpaursins, myrt. Þá sauð upp úr á ný og annað morð framið í vor. Óttast ítalska lögreglan mafíustríð og hefur alþjóðalögreglan Interpol sent sérfræðinga í mafíunni til Þýskalands til að rannsaka morðin. Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið þar sem þeir sátu í tveimur bílum fyrir utan ítalskan veitingastað nærri lestarstöðinni í Duisburg í vesturhluta Þýskalands í nótt. Mennirnir tengjast allir veitingastaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var einn þeirra með lífsmarki en hann lést á leið á sjúkrahús. Heinz Sprenger, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Duisburg segir vitað að þrír úr hópnum hafi búið í Duisburg, einn í Muelheim en tveir komið nýlega frá Ítalíu til Þýskalands í heimsókn. Vitni sá tvo menn hlaupa frá morðstaðnum og þeirra er nú leitað. Fréttir frá Ítalíu herma að mennirnir tengist ´Ndrangheta glæpasamtökunum í Kalabríu á Suður-Ítalíu. Tvær fjölskyldur innan samtakanna hafa barist í sextán ár. Fimmtán morð hafa nú verið framin vegna illdeilunnar sem kennd er við þorpið San Luca þar sem upphaf hennar er að rekja. Friðsamlegt hafði verið milli fjölskyldnanna frá árinu 2000 og þar til á jóladag í fyrra. Þá var Maria Strangio, eiginkona eins höfuðpaursins, myrt. Þá sauð upp úr á ný og annað morð framið í vor. Óttast ítalska lögreglan mafíustríð og hefur alþjóðalögreglan Interpol sent sérfræðinga í mafíunni til Þýskalands til að rannsaka morðin.
Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira