Íslenski boltinn

Gummi Ben: Þetta verður bara stál í stál

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Vilhelm

Valur tekur á móti FH í 8-liða úrslitum bikarkeppnarinnar í kvöld. Liðin hafa mæst einu sinni í deildinni á þessu tímabili og sigruðu Valsmenn 4-1 á heimavelli. Þetta er stærsti leikur 8-liða úrslitanna, en Valur er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem situr á toppnum. Guðmundur Benediktsson leikmaður Vals sagði í samtali við Vísi.is að hann búist við jöfnum leik.

„Ég býst við að leikurinn verði mjög jafn. Þetta verður bara stál í stál," sagði Guðmundur. „FH-ingar eru með sterka menn í öllum stöðum eins og við. Við ætlum okkur að vinna þennan leik og fara alla leið."

Skoski varnarmaðurinn Barry Smith er tæpur fyrir leikinn en hann hefur átt við meiðsli að stríða ásamt því að Hafþór Ægir Vilhjálmsson er ennþá meiddur. Fyrir utan þessa tvo eru allir leikmenn Vals leikfærir.

Í liði FH eru Bjarki Gunnlaugsson og Dennis Siim meiddir, Arnar Gunnlaugsson er tæpur ásamt því að Sverrir Garðarsson er í leikbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×