Erlent

Ekki búist við miklum hátíðarhöldum á afmælisdegi Castro

Fyrsti maí síðastliðinn í Havana
Fyrsti maí síðastliðinn í Havana MYND/AFP

Ekki er búist við hefðbundnum hátíðarhöldum í tilefni af 81 árs afmæli Fidel Castro, forseta Cúbu. Á miðnætti var flugeldum skotið á loft í höfuðborginni Havana en ekki er von á frekari viðburðum. Á síðasta afmælisdegi forsetans hélt fólk kertavökur og fór í stuðningsgöngur.

Castro hefur ekki sést opinberlega í meira en ár en hann hefur glímt við veikindi. Bróðir hans Raul Castro heldur í stjórnartaumana í hans fjarveru. Margir telja Castro ekki eiga afturkvæmt í framlínustjórnmál.

Ekki hafa birst myndir af forsetanum í tvo mánuði og er farið með ástand hans og dvalarstað sem ríkisleyndarmál. Á síðustu myndum sem birtust virtist forsetinn hafa bætt á sig nokkrum kílóum en hann var þó mjög veikburða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×